Vex í mýrum, tjarnajöðrum, á vatnsbökkum og í hlíðadrögum.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.10-0.50 (-0.65) m
Vaxtarlag
Vex í þéttum þúfum eða toppum með allmörgum stráum. Stráin upprétt, ekki mjög stinn, hvassþrístrend, 20-50 sm á hæð og jafnvel hærri við bestu aðstæður.
Lýsing
Blöðin grágræn eða blágræn, flöt, 10–20(–30) sm á lengd og (1.5–)2–4 mm á breidd, nær jafnlöng eða aðeins styttri en stráin. Blómskipan 2–15 cm × 5–10 mm. Fjögur til sjö öfugegglaga, aflöng, öx með nokkru millibili á endum stráa. Smáöxin ljósgrágræn, jafnstór, aflöng eða egglaga með stuttu, broddkenndu stoðblaði. Örfá karlblóm neðst í hverju axi. Axhlífar ljósgrænar, himnukenndar, yddar og með grænni miðtaug. Hulstrin ljósgræn eða gulgræn, upprétt, stutttrýnd, um 2,5 mm á lengd. Frænin tvö. Blómgast í júní-júlí. 2n = 56.LÍK/LÍKAR: Línstör áþekk, en með móleitari, styttri og hnöttóttari öx, og fíngerðari strá og vex í hálfþurru graslendi.