Þýfð með löngum jarðrenglum. Allstór strá, einstök eða fá saman, á skriðulum jarðstönglum, 10-30 sm á hæð en stundum hærri við bestu aðstæður.
Lýsing
Blöðin blágrá, 2-3 mm breið og ná ekki upp að axinu, slíðrin dökkrauðblá.Öxin um 4-5 mm á breidd, kvenöxin tvö eða þrjú, toppaxið álíka stórt og hin. Stoðblöðin lítil, mjó og stinn og ná ekki upp fyrir toppaxið. Axhlífarnar snubbóttar, styttri en hulstrið, dökkmórauðar með ljósari miðtaug. Hulstrið ljósgrænt, um 3 mm langt með ógreinilegum rifjum, trjónulaust, og hnotin fyllir alveg upp í það. Blómg. í júní-júlí. 2n = ca. 106.LÍK/LÍKAR: Líkist dálítið sótstör að því leyti að karlblómin eru neðst í toppaxinu, en öxin eru dreifðari og upprétt, hulstrið grænt og axhlífin löng og oddmjó.
Sjaldgæf, finnst á vestfjörðum suðaustanverðum og norðvesturlandi, sjaldséð eða ófundin annars staðar. Fundin á örfáum stöðum um norðanvert landið vestan Eyjafjarðar. Greining sumra eintakanna er vafasöm, og því óljóst um útbreiðslu. (H.Kr.)Önnur náttúrleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Kanada, Labrador, Grænland, Evrópa, Asía.