Cardamine pratensis L. var. (beta) angustifolia Hooker).Cardamine nymanii Gand. Bull. Soc. Bot. France 72: 1043. 1926.?Cardamine pratensis L. subsp. polemonioides Rouy in Rouy & Foucaud, Fl. France 1: 234. 1893.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í ýmis konar votlendi og deiglendi, t.d. hálfdeigjum, deigu vallendi og mýrum.
Blómalitur
Fölfjólublár (sjaldnar hvítur) með dekkri æðum
Blómgunartími
Maí-júní(júlí)
Hæð
0.10 - 0.20 (-0.40) m
Vaxtarlag
Jurt, 10-20 sm en getur orðið töluvert hærri við bestu aðstæður. Stönglar uppréttir, holir, hárlausir, létt eða ekki greindir.
Lýsing
Blöðin fjöðruð en tölvuverður munur er á stofn- og stöngulblöðum. Smáblöð stofnblaða eru kringlu- eða egglaga og er endablaðið oftast stærst en smáblöð stöngulblaða lensulaga, tungulaga eða striklaga. Blómin standa í stuttum, þéttum klösum efst á stöngulendum. Krónublöðin eru ýmist ljósblá, fölfjólublá eða hvít með dekkri æðum, þrisvar sinnum lengri en bikarblöðin. Krónublöðin 10-15 mm löng, naglmjó, ávöl í endann eða örlítið skert. Bikarblöðin 3-4 mm á lengd, græn, Sex fræflar og ein fræva. Frævan verður að 2-3,5 sm og 1-1 ,5 mm skálp við þroskun. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Engar.
“Sagt er, að te af fjólubláum plöntum sé gott, eigi menn við svefnleysi að stríða, en af hvítum vilji menn vaka lengi. Auk þess er hún álitin magastyrkjandi, uppleysandi, ormdrepandi og auka þvag og tíðir. Þá var hún og höfð við skyrbjúgi, kreppusótt, miltis- og lifrarbólgu. Ekki er ráðlegt, að ófrískar konur noti jurtina” (Ág.H.)
Útbreiðsla
Algeng um land allt. Önnur náttúrleg heimkynni t.d.: Mestöll Evrópa, N Asía og N Ameríka.