Callitriche aeolica P. CandargyCallitriche palustris subsp. stagnalis (Scop.) Schinz & Thell. in Schinz & R. Keller
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex í laugum, laugavætlum, skurðum og síkjum. Víða um sunnanvert landið.
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.10-0.30 m
Vaxtarlag
Smágerð jurt sem vex í grunnu vatni, meira eða minna kaflæg. Stönglar þráðmjóir, 10-30 sm á hæð/lengd eftir vatnsdýpi.
Lýsing
Blaðhvirfingarnar í yfirborðinu með tiltölulega breiðum (2-4 mm) og sporbaugóttum - ávölum blöðum sem oftast eru með þremur áberandi blaðstrengjum. Kafblöðin eru gagnstæð, striklaga eða spaðalaga. Blómin óásjáleg, grænleit, einkynja og enginn bikar né króna. Sambýli, karlblóm með einum fræfli og kvenblóm með einni frævu og tveim frænum. Aldinið móleitt með mjóum himnuvæng á jöðrum, 1,2-1,5 mm, og uppréttum, langæjum frænum. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Vorbrúða og síkjabrúða. Laugabrúðan þekkist best frá þeim á breiðari og kringluleitari, þrítauga flothvirfingablöðum.
Heimildir
1,2,3,9, HKr.
Útbreiðsla
Allvíða í síkjum og við laugar á Suðvesturlandi. Annars staðar mjög sjaldgæf og líklega eingöngu við jarðhita utan Suðvesturlands.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Asía, Afríka, Evrópa og langnemi í N Ameríku, Nýja Sjálandi og Ástralíu