Smágerð jurt sem vex í vatni, meira eða minna kaflæg. Stönglar þráðmjóir, 15-40 sm á hæð/lengd.
Lýsing
Blöðin fíngerð og mjó, þau efri með 3 áberandi strengjum en hin neðri þráðlaga og sýld í endann. Blómin óásjáleg, stök í blaðöxlunum, blómhlífarlaus (enginn bikar né króna). Sambýli, karlblóm með einum fræfli og kvenblóm með einni frævu. Blómin greinilega leggjuð. Aldin þykk og ljósgrágræn, langleggjuð. Blómgast í júní-júlí.Lík/líkar: Síkjabrúða. Fágæt brúðutegund sem líkist einna mest síkjabrúðu eða vorbrúðu, utan hvað aldin og blóm eru greinilega leggjuð. Blöðin styttri en á síkjabrúðu, en álíka tennur á endanum.
Heimildir
3, 9, HKr.
Útbreiðsla
Sjaldgæf votlendisjurt sem vex hérlendis á örfáum stöðum, einkum á Suðvesturlandi.Önnur nátttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, V Asía, N Afríka, Ástralía