Blöðin stór, 6-12 mm á breidd, flöt, mjúk, hárlaus eða gishærð. Blaðslíðrin snoðin eða þau neðstu stutthærð, slíðurhimnan snubbótt. Punturinn grágrænn, gulbrúnn eða rauðblár með fíngerðum og hrjúfum greinum, 10-18 sm á lengd. Smáöxin 5-9 blóma, sívöl, oft 2-2,5 sm á lengd. Axagnir 5-8 mm langar, snubbóttar í endann, hvelfdar, sú efri þrítauga en sú neðri eintauga og örlítið styttri. Neðri blómögnin með þrem upphleyptum taugum, 7-10 mm á lengd. Fræflarnir gulir, um 4 mm á lengd. Blómgast í júlí-ágúst. 2n = 14, 28, 56.LÍK/LÍKAR: Auðþekkt á blaðsprotunum.