Bromopsis inermis

Ættkvísl
Bromopsis
Nafn
inermis
Íslenskt nafn
Sandfax
Ætt
Poaceae (Grasaætt)
Samheiti
Bromus inermis Leysser, Fl. Halens. 16. 1761.; Schedonorus inermis (Leyss.) P. Beauv., Zerna inermis (Leyss.) Lindm.; Bromus pskemensis Pavlo
Lífsform
Fjölær grastegund
Kjörlendi
Hefur verið notaður til uppgræðslu og vex sem slæðingur við tún og bæi.
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.50 - 1.2 m
Vaxtarlag
Þéttir, blaðmargir, uppréttir blaðsprotar af sterklegum skriðulum jarðstönglum. Stráin sterkleg, upprétt og fá saman með 4-5 liðum, 50-120 sm á hæð.
Lýsing

Blöðin stór, 6-12 mm á breidd, flöt, mjúk, hárlaus eða gishærð. Blaðslíðrin snoðin eða þau neðstu stutthærð, slíðurhimnan snubbótt. Punturinn grágrænn, gulbrúnn eða rauðblár með fíngerðum og hrjúfum greinum, 10-18 sm á lengd. Smáöxin 5-9 blóma, sívöl, oft 2-2,5 sm á lengd. Axagnir 5-8 mm langar, snubbóttar í endann, hvelfdar, sú efri þrítauga en sú neðri eintauga og örlítið styttri. Neðri blómögnin með þrem upphleyptum taugum, 7-10 mm á lengd. Fræflarnir gulir, um 4 mm á lengd. Blómgast í júlí-ágúst. 2n = 14, 28, 56.LÍK/LÍKAR: Auðþekkt á blaðsprotunum.

Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200024991; Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 05 Feb. 2007]
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæfur slæðingur. Hér og þar á láglendi um land allt. Fjölært gras, innflutt og fyrst notað í ræktunartilraunum upp úr aldamótum 1900, en barst síðar inn í landið með hernáminu 1940-1945 og til tilrauna í landgræðslu, og hefur síðan dreifst út smátt og smátt. Vex nú víða um land fyllilega ílent og myndar sums staðar þéttar breiður. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Afría, temp. Asía, Ástralía, Nýja Sjáland, Kyrrahafseyjar, N Ameríka.