Grólausi blaðhlutinn stilkstuttur, nær stofnstæður. Blaðkan einföld en þó stundum flipótt eða með aðeins einu smáblaðpari. Gróbæri hlutinn mjósleginn á löngum legg, 1-5 sm á hæð. 2 n =90."Tvö afbrigði hafa verið staðfest hér, var. simplex og var. tenebrosum (A.A. Eaton) R.T. Clausen, renglutungljurt. Afbrigðið var. simplex er allvíða meðfram suðausturströnd landsins í snöggu, sendnu graslendi, sjaldgæft annars staðar. Hitt afbrigðið, var. tenebrosum vex allvíða um suðaustanvert landið frá Meðallandi austur í Suðursveit, og einnig sunnan á Reykjanesskaganum. Annars staðar sjaldgæft" (H. Kr.)