Botrychium simplex

Ættkvísl
Botrychium
Nafn
simplex
Íslenskt nafn
Dvergtungljurt
Ætt
Ophioglossaceae (Naðurtunguætt)
Samheiti
Botrychium kannenbergii Klinsm.Botrychium reuteri Payot
Lífsform
Fjölær gróplanta
Kjörlendi
Þurr móabörð og grasi grónar hlíðar.
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.01 - 0.05 m
Vaxtarlag
Afar smávaxin og mjög sjaldgæf tegund.
Lýsing
Grólausi blaðhlutinn stilkstuttur, nær stofnstæður. Blaðkan einföld en þó stundum flipótt eða með aðeins einu smáblaðpari. Gróbæri hlutinn mjósleginn á löngum legg, 1-5 sm á hæð. 2 n =90."Tvö afbrigði hafa verið staðfest hér, var. simplex og var. tenebrosum (A.A. Eaton) R.T. Clausen, renglutungljurt. Afbrigðið var. simplex er allvíða meðfram suðausturströnd landsins í snöggu, sendnu graslendi, sjaldgæft annars staðar. Hitt afbrigðið, var. tenebrosum vex allvíða um suðaustanvert landið frá Meðallandi austur í Suðursveit, og einnig sunnan á Reykjanesskaganum. Annars staðar sjaldgæft" (H. Kr.)
Heimildir
9, HKr., http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=200002879
Útbreiðsla
Sjaldgæf. Aðeins fundin á örfáum stöðum sunnanlands.Önnur náttúruleg heimkynni: Evrópa, N Ameríka.