Botrychium lunaria

Ættkvísl
Botrychium
Nafn
lunaria
Íslenskt nafn
Tungljurt
Ætt
Ophioglossaceae (Naðurtunguætt)
Samheiti
Botrychium lunatum Gray; Ophioglossum lunaria (L.) Stokes; Ophioglossum pennatum Lam.; Osmunda lunata Salisb.;
Lífsform
Fjölær gróplanta
Kjörlendi
Vex í þurrum grasbollum, grónum brekkum, hlíðum og móabörðum.
Blómgunartími
Gróbær í júní-júlí (ág.)
Hæð
0.05 - 0.15 m
Vaxtarlag
Örstuttur, uppréttur jarðstöngull með einu blaði sem greinist ofan til í tvo hluta, laufblaðkenndan hluta með 2-6 sm langri, fjaðraði blöðku með hálfmánalaga eða blævængslaga smáblöðum og gróbæran hluta með klasa af gróhirslum, yfirleitt aðeins 8-15 sm á hæð en getur í einstaka tilfellum orðið hærri.
Lýsing
Smáblöðin hálfmánalaga, ljósgræn án greinilegs miðstrengs og oft svo þéttstæð, að raðirnar ganga á misvíxl, 0,5-1 sm á lengd en 1-1,5 sm á breidd, bylgjuð í röndina eða nær heilrend. Gróbæri blaðhlutinn aflangur á löngum legg, gróhirsluklasinn marggreindur, gróhirslur hnöttóttar og opnast með þverrifu í kollinn. Gróbær í júní-júlí. 2 n =90.LÍK/LÍKAR: Mánajurt og lensutungljurt. Tungljurtin er auðþekkt frá þeim á hálfmánalögun smáblaðanna.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://delta-intkey.com/britfe/www/botrluna.htm; http://www.pfaf.org/database/plants.php?Botrychium+lunaria;
Reynsla
“Lásagras er elsta nafnið á tegundinni og til komið af því, að trúa manna var, að lásar opnuðust, væri plantan borin að þeim. Træðu hestar á tungljurtinni, átti skeifan að detta undan þeim.” (Ág. H.)
Útbreiðsla
Algeng um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N & S Ameríka, Evrópa, Asía, Kyrrahafseyjar, Nýja Sjáland og Ástralía.