Botrychium lanceolatum

Ættkvísl
Botrychium
Nafn
lanceolatum
Íslenskt nafn
Lensutungljurt
Ætt
Ophioglossaceae (Naðurtunguætt)
Samheiti
Osmunda lanceolata S.G.Gmel.
Lífsform
Fjölær gróplanta
Kjörlendi
Grasbalar, valllendi og grónar brekkur.
Blómgunartími
Gróbær í júlí-ágúst (sept.)
Hæð
0.05-0.10 m
Vaxtarlag
Örstuttur, uppréttur jarðstöngull með einu blaði sem greinist ofan til í tvo hluta, laufblaðkenndan hluta með fjaðurskiptri blöðku og gróbæran hluta með klasa af gróhirslum, 5-10 sm á hæð.
Lýsing
Grólausi blaðhlutinn gulgrænn, þríhyrndur og uppréttur, blaðfliparnir mjóir og djúpskertir, þeir neðstu oft tvisvar. Blaðkan með fjaðursepóttum smáblöðum 1-2,5 sm á lengd. Lengstu smáblöðin 1-1 ,5 sm á lengd og 5-8 mm á breidd með fjórum skerðingum hvoru megin. Gróbæri blaðhlutinn breiður, stuttur og þéttur. Gróklasinn marggreindur, gróhirslur smáar, hnöttóttar, opnast með þverrifu. Gróbær í júlí-ágúst. 2 n = 90.LÍK/LÍKAR: Mánajurt. Lensutungljurtin er með lengri og reglulega fjaðursepótt smáblöð.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=200002875
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæf. Mjög strjál en finnst þó hér og hvar um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Asía, N Ameríka.