Örstuttur, uppréttur jarðstöngull með einu blaði sem greinist ofan til í tvo hluta, laufblaðkenndan hluta með fjaðurskiptri blöðku og gróbæran hluta með klasa af gróhirslum, 5-10 sm á hæð.
Lýsing
Grólausi blaðhlutinn gulgrænn, þríhyrndur og uppréttur, blaðfliparnir mjóir og djúpskertir, þeir neðstu oft tvisvar. Blaðkan með fjaðursepóttum smáblöðum 1-2,5 sm á lengd. Lengstu smáblöðin 1-1 ,5 sm á lengd og 5-8 mm á breidd með fjórum skerðingum hvoru megin. Gróbæri blaðhlutinn breiður, stuttur og þéttur. Gróklasinn marggreindur, gróhirslur smáar, hnöttóttar, opnast með þverrifu. Gróbær í júlí-ágúst. 2 n = 90.LÍK/LÍKAR: Mánajurt. Lensutungljurtin er með lengri og reglulega fjaðursepótt smáblöð.