Blechnum spicant

Ættkvísl
Blechnum
Nafn
spicant
Íslenskt nafn
Skollakambur
Ætt
Blechnaceae (Skollakambsætt)
Samheiti
Acrostichum spicant (L.) Willd.; Blechnum boreale Sw.; Lomaria spicant (L.) Desv.; Osmunda borealis Salisb.;
Lífsform
Fjölær burkni
Kjörlendi
Vex í urðum og hlíðum, snjódældum og gilskorningum einkum neðan til í fjöllum. Vex yfirleitt aðeins í snjódældum þar sem snjóþungt er á láglendi.
Blómgunartími
Gróbær síðla hausts (gró ná ekki alltaf að þroskast)
Hæð
0.15 - 0.35 m
Vaxtarlag
Stuttir, stinnir, uppréttir jarðstönglar með dökku hreistri og fremur fáum gulgrænum, sígrænum blöðum, gróbærum og grólausum, 15-35 sm á hæð, þar af er stilkur blöðkunnar aðeins 1/5 - 1/4 hæðar, nema á gróbæru blöðunum þar sem hann getur verið helmingur hæðarinnar. Breiðist hægt út með jarðrenglunum.
Lýsing
Blöðin á stuttum, hreistruðum stilkum og vaxa upp af sterklegum jarðstönglum. Grólausu blöðin fjaðurskipt eða djúpflipótt, með 30-45 heilrendum, ofurlítið odddregnum bleðlum hvorum megin. Bleðlarnir 1-2 sm á lengd en 2-4 mm á breidd, lengstir um miðju blöðkunnar. Gróbæru blöðin frábrugðin, eins og tvíhliða kambur, uppréttari og með mjórri flipum (um 1 mm). Eftir endilöngum flipum gróbæru blaðanna liggja tveir striklaga gróblettir, sem vaxa að lokum saman og þekja allt neðra borð flipanna. Gróblöð ná þó ekki alltaf að þroskast. 2 n = 68.LÍK/LÍKAR: Skjaldburkni. Skjaldburkninn er auðþekktur frá skollakambi á tenntum smáblöðum. Tunguskollakambur (Blechnum spicant var. fallax) er afbrigði af skollakambi sem vex á jarðhitasvæðum. Hann er mun smærri og bæði gróbæru og grólausu blöðin eru mjög stilkstutt og næstum eins, aðeins 2-10 sm á hæð. Afar sjaldséður, en hefur t.d. fundist við Deildartunguhver.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=200004244
Reynsla
The Hard Fern generally occurs only in snowbeds in districts with heavy snowfalls in the lowland. The only exception is a variety (B. spicant var. fallax) growing in thermal areas. These plants are smaller, the sterile and fertile leaves both of same type.
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæfur og finnst varla á suðurlandi en er hér og þar í öðrum landsfjórðungum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Asía, Japan og N Ameríka.