Bistorta vivipara

Ættkvísl
Bistorta
Nafn
vivipara
Íslenskt nafn
Kornsúra, (Túnblaðka)
Ætt
Polygonaceae (Súruætt)
Samheiti
Polygonum viviparum L.Persicaria vivipara (L.) R. Decraene
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex í flestum gróðurlendum, mólendi, bollum, mýrum, melum og flögum, jafnt til fjalla sem í byggð. Mjög algeng um land allt og í raun ein algengasta planta landsins.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní/júlí-ág./sept.
Hæð
0.05-0.2 m
Vaxtarlag
Jurt, 5-20 sm á hæð. Af stuttum knýttum, láréttum jarðstönglum vaxa beinir, ógreindir stönglar.
Lýsing
Grunnblöðin heilrend, stuttstilkuð, egglensulaga, egglaga, lensulaga eða striklaga, 2-6 sm á lengd, 5-15 mm á breidd, dökkgræn og gljáandi á efra borði en ljósblágræn á neðra borði, blaðrendur niðurorpnar og miðstrengur áberandi. Stöngulblöðin slíðruð, aflöng-striklaga, heilrend.Blómin fimmdeild, hvít (stundum bleik eða grænleit), stuttleggjuð í axleitum klasa á stöngulendanum. Blómhlífin einföld, blómhlífarblöð 3-4 mm á lengd, öfugegglaga eða perulaga. Engin bikarblöð, en móleit, himnukennd stoðblöð eru á milli blómanna. Fræflar eru 6-8 með dökkfjólubláum frjóhirslum. Ein þrístrend fræva með þrem stílum. Neðst í blómskipuninni er oft mikið af blaðgrónum, brúnum, rauðum eða mógrænum æxlikornum í stað blóma. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Engar.
Heimildir
1,2,3,9
Reynsla
“Seyði af rótinni var talið blóðstillandi og það læknar niðurgang (kveisugras) og "greiðir hlandrás". Æxlikornin voru hér áður höfð til matar og kölluð vallarkorn. Jafnvel jarðstöngullinn, sem er sætur á bragðið, er nothæfur til manneldis og gæsir sækja í hann. Sennilega er það hin grófa og snúna lögun hans sem leitt hefur til nafnanna höggormsjurt og dreki”. (Ág. H.)
Útbreiðsla
Mjög algeng um land allt, bæði til fjalla og í byggð.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa, Asía