Betula nana

Ættkvísl
Betula
Nafn
nana
Íslenskt nafn
Fjalldrapi
Ætt
Betulaceae (Bjarkarætt)
Lífsform
Dvergrunni
Kjörlendi
Móar og hálfdeigar mýrar. Algengur, einkum um norðanvert landið.
Blómgunartími
Maí
Hæð
0.2-0.6 m
Vaxtarlag
Lágur runni með trjákenndar greinar og brúnleitan börk, 20-60 sm á hæð.
Lýsing
Blöð smá, nær kringlótt, gróftennt, 10-20 mm í þvermál, tennt, hárlaus, stuttstilkuð, fjaðurstrengjótt, dökk græn á efra borði en aðeins ljósari á því neðra.. Blómin einkynja í stuttum öxum er nefnast reklar. Aldinbærir reklar 5-10 mm. Kvenreklarnir alsettir þrísepóttum rekilhlífum og standa þrjú blóm saman innan við hverja. Kvenblómin með einni frævu og tveim stílum. Aldinið er mjóvængjuð hneta. Karlblómin með tvo klofna fræfla. Blómgast í maí. LÍK/LÍKAR: Birki. Auðþekktur frá birki á vaxtarlaginu og minni, kringlóttari blöðum.
Heimildir
1,2,3,9, Hkr
Reynsla
Takist í júlí og ágúst. Blöð hans eru engu lakari en birkiblöð til að gera af te, og hafa líka verkun. (GJ) Áður fyrr var fjalldrapinn oft notaður sem tróð undir torfið í þökum torfbæja, því börkur hans varðist mjög vel fúa og hlífði svo viðunum.
Útbreiðsla
Algengur um mest allt landið nema austan til á Suðurlandi. Hann vex mest frá láglendi upp í 700 m hæð, hæst fundinn í 850 m hæð í botni Bleiksmýrardals þar sem hann nær lengst inn í hálendið (H.Kr.). Önnur náttúruleg heimkynni: Pólhverf í kuldabeltinu nyrðra (Evrópa, Asía, N Ameríka)