Fíngerð vatnajurt með örgranna, kaflæga stöngla en blómin fljóta á vatninu. Öll jurtin hárlaus nema frævurnar og blaðfóturinn. Stönglar 10-40 sm að lengd.
Lýsing
Þráðfjöðruð, stakstæð, marggreind tálknblöð. Smáblöðin hárfínir flipar, sem eru svo linir, að þeir leggjast saman þegar plantan er tekin upp úr vatninu. Flipar 1-2,5 sm á lengd. Blöð slíðruð með himnukenndu slíðri. Blómin flotlæg, að mestu hvít, en gul neðst að innanverðu, 8-12 mm í þvermál. Krónublöðin fimm, 7-8 mm á lengd. Bikarblöðin 3-4 mm. Fræflar mismargir, yfirleitt 4-10. Frævur 10-20, með einum stíl hver. Blómgast í júlí-ágúst. Er einnig nefnd vatnasóley.Lónasóley er ásamt þráðnykru einn fyrsti landneminn í nýjum pollum og síkjum. Oft eru þær einu vatnajurtirnar sem finnast í pollum á jökulruðningum inni á hálendinu.LÍK/LÍKAR: Engar. Auðgreind á hvítum fljótandi blómum og fíngerðum, marggreindum tálknblöðum.Í mörgum heimildum sem Ranunculus trichophyllus Chaix, og er það nafn enn löggilt í USDA gagnagrunninum.
Heimildir
2,3,9, HKr
Útbreiðsla
Algeng um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Asía, Himalaya, N Ameríka.