Vex í lyngmóum, kjarrlendi og bollum og í grýttum jarðvegi til fjalla.
Blómalitur
Puntur grárauður
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.15 - 0.70 m
Vaxtarlag
Myndar fremur gisnar, lausar og mjúkar þúfur, 20-70 sm á hæð.
Lýsing
Stofnstæðu blöðin, löng, fagurgræn, þráðmjó, uppundnin, ógrópuð og fremur mjúk. Stöngulblöðin mun styttri með langri slíðurhimnu.Punturinn gisinn, mjór eða nærri egglaga, 10-15 sm á lengd, fjólublár eða grárauður með skástæðum greinum, sem eru meira eða minna bugðóttar eða gormlaga. Smáöxin tvíblóma, ljósmógljáandi með rauðbrúnum blæ. Axagnirnar styttri en smáaxið, eintauga, himnukenndar, 5-6 mm á lengd. Neðri blómögnin með langri, knébeygðri týtu. Hvít hár við grunn blómagnarinnar. Blómgast í júlí. 2n = 28. LÍK/LÍKAR: Auðþekkt á puntinum. Blöðin líkjast túnvingli, en eru fagurgrænni og ekki grópuð.