Atriplex longipes

Ættkvísl
Atriplex
Nafn
longipes
Ssp./var
ssp. praecox
Höfundur undirteg.
(Hülph.) Turesson
Íslenskt nafn
Hélublaðka
Ætt
Chenopodiaceae (Hélunjólaætt)
Samheiti
Basionym: Atriplex praecox Hülph.
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex í fjörum umhverfis landið og stundum í ræktuðu landi. Útbreiðsla þó óviss þar sem erfitt er að greina á milli hélu- og hrímblöðku, auk þess sem sérfræðingar eru ekki á einu máli með endanlega greiningu þessara tegunda.
Blómalitur
Græn eða rauðleit forblöð, blómin sjálf óásjáleg
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.15-0.35 m
Vaxtarlag
Stönglarnir eru jarðlægir eða lítið eitt uppsveigðir, gáróttir og marggreindir, 15-35 sm á hæð/lengd. Blöð, stöngull og forblöð alsett örsmáum, hvítum, blöðrulaga salthárum sem gefa plöntunni hélugrátt yfirborð.
Lýsing
Blöðin fremur mjó, gagnstæð, stilkuð, meira eða minna þríhyrnd, sum þó aflöng, egglaga, tígullaga eða lensulaga, heilrend eða óreglulega tennt, 2-5 sm á lengd og 0,5-2 sm á breidd, oft rauðfjólublá. Blómin einkynja, lítil, ósjáleg. Sambýli. Kvenblóm umlukin tveimur forblöðum í stað blómhlífar. Karlblómin með fimm blómhlífarblöðum og fimm fræflum. Forblöðin tígullaga, græn eða rauðleit, samgróin neðst, 5-9 mm á lengd og stundum stilkuð. Ein fræva með tveim stílum. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Hélublaðka. Neðri blöðin oft breiðari á hélublöðku en á hrímblöðku og þverari við grunninn, venjulega grænni að lit. Forblöðin samgróin lengra upp og oft áberandi útbelgd. Ekki auðgreindar hvor frá annarri nema með mjög vel þroskuðum aldinum.Ath.: Er undir Atriplex nudicaulis Boguslaw (Baltic Saltbush) í USDA og víðar.
Heimildir
1,2,3,9
Útbreiðsla
Óviss, staðfest á Breiðdalsvík og er væntanlega víðar með fjörum landsins.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, N Ameríka