Atriplex babingtonii WoodsAtriplex patula subsp. glabriuscula (Edmondston) Hall & Clem.
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex í sand- og malarfjörum.
Blómalitur
óásjáleg blóm og lítt áberandi
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.2-0.4 m
Vaxtarlag
Stönglar greindir, gáróttir með ljósum rákum, blöðóttir, oft jarðlægir eða lítið eitt uppsveigðir til enda, 20-40 sm á lengd. Öll jurtin með örsmáum, hvítum, blöðrulaga salthárum sem gefa henni hélukennt yfirborð.
Lýsing
Blöðin allbreið, langstilkuð, gagnstæð, oftast grófbugtennt, 3-7 sm á lengd og 1-4 sm á breidd, egglensulaga, breiðtígullaga eða nær þrístrend. Stærri blöðin oft nær þríhyrnd með þverum grunni, græn eða fjólubláleit. Sambýli. Blómin einkynja, lítil og óásjáleg. Kvenblóm umlukin tveimur forblöðum í stað blómhlífar. Karlblómin með fimm grænum eða rauðleitum blómhlífarblöðum og fimm fræflum. Forblöðin tígullaga, þykk og brjóskkennd neðst en samgróin neðan til og upp undir miðju, 6-12 mm á lengd. Ein fræva með tveim stílum. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Hrímblaðka. Neðri blöðin oft breiðari á hélublöðku en á hrímblöðku og þverari við grunninn, venjulega grænni að lit. Forblöðin samgróin lengra upp og oft áberandi útbelgd. “Skipting þessarar ættkvíslar í tegundir er óglögg, og hefur sérfræðinga greint á um hvaða tegundir eru hér og hvernig skuli aðgreina þær. Hrímblaðka og hélublaðka eru náskyldar, og geta myndað kynblendinga. Aðgreining eftir blöðum einum saman er ekki talin einhlít, heldur þarf þroskuð aldin til”.
Heimildir
1,2,3,9, HKr.
Útbreiðsla
Allvíða við sjó um land allt en þó síst eða ekki fundin á Suðurlandi.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, N Ameríka