Athyrium filix-femina

Ættkvísl
Athyrium
Nafn
filix-femina
Íslenskt nafn
Fjöllaufungur
Ætt
Dryopteridaceae (Skjaldburknaætt)
Samheiti
Aspidium filix-femina (L.) Sw.; Aspidium irriguum Sm.; Asplenium filix-femina (L.) Bernh.; Athyrium irriguum (Sm.) Gray; Athyrium molle (Schreb.) Roth; Athyrium ovatum Roth; Athyrium rhaeticum (L.) Roth; ;Polypodium incisum Hoffm.; Polypodium molle Schreb.; Polypodium rhaeticum L.;
Lífsform
Fjölær burkni
Kjörlendi
Vex í hraunsprungum, grashlíðum, gjótum, skóglendi og runnlendi.
Blómalitur
Gróplanta - engin eiginleg blóm
Hæð
0.20 - 0.75 m
Vaxtarlag
Láréttur jarðstöngull með stórum, uppréttum, tvífjöðruðum eða tvíhálffjöðruðum blöðkum, 20-75 sm á hæð. Blaðstilkurinn nokkuð flosugur neðan til eða nær nakinn. Blaðstilkurinn stuttur, oftast með gisnu, lensulaga hreistri.
Lýsing
Blöðin á sammiðja hringum á jarðstönglinum, tvíhálffjöðruð, stundum þríhálffjöðruð, dökkgræn, löng og oddbaugótt. Hliðarsmáblöðin um 10 sm á lengd, 1.5-2.5 sm á breidd, oddmjó en nokkuð jafnbreið niður að miðstilk blöðkunnar, lengst um miðju en mjókka til beggja enda. Smáblöð annarrar gráðu djúpsepótt eða flipótt, oft með 8-14 nýrlaga eða aflöngum gróblettum í tveim röðum á neðra borði. Gróhulan þunnur leppur sem liggur út á blettinn frá hlið, fest við innra borð blettsins og langæ. Gróin örsmá, ljósgulbrún. LÍK/LÍKAR: Stóriburkni, dílaburkni & þúsundblaðarós. Fjöllaufungur auðþekktur frá stóraburkna á hliðstæðri, aflangri gróhulu, og meira skertum smáblöðum annarrar gráðu. Þúsundblaðarós, auðþekkt á því, að gróblettirnir eru kringlóttir, og gróhulan fellur fljótt af, annars mjög líkar tegundir.Dílaburkna má þekkja á því að blaðkan er meira skipt (minnst þrífjöðruð) og með hlutfallslega lengri blaðstilk en auk þess má nefna að bleðlar hliðarsmáblaðanna eru misstórir á hvorri hlið.
Heimildir
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=200003781, http://delta-intkey.com/britfe/www/athyfili.htm
Reynsla
“Fjaðra er gamalt íslenskt nafn á tegundinni. Hefur svipuð áhrif og stóriburkni og er þeim oft ruglað saman” (Ág. H.)
Útbreiðsla
Allvíða um sunnan- og vestanvert landið en sjaldséðari í öðrum landshlutum.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Grænland, temp. Asía, N Ameríka, M Ameríka, N Afríka