Vex í klettum. Náskyldur klettaburkna og svartburkna en mjög ólíkur þeim í útliti.
Blómalitur
Gróplanta - engin eiginleg blóm
Hæð
0.05 - 0.13 m
Vaxtarlag
Lítill burkni með stuttan jarðstöngul og dökk og ydd hreistur ofan til. Stilkar uppréttir, fjölgreindir og mynda þétta mottu laufblaða.
Lýsing
Blöðin 5-10 sm löng með gishærðum, dökkbrúnum legg, sem er hárlaus og grænn ofan til. Blaðkan með gaffalskipt blöð með fáum, striklaga flipum um 2 mm breiðum, gistennt eða heil og ydd. Gróblettirnir þráðlaga, gróhulan hvítleit og heilrend. Gróblettirnir renna síðan saman og þekja allt neðra borðið. 2n=144