Argentina argentea Rydb. Argentina vulgaris Lam. Dasiphora anserina (L.) Raf. Fragaria anserina (L.) Crantz Potentilla argentina Huds. Potentilla egedii Wormsk. ex Oeder Potentilla yukonensis Hultén Potentilla egedii subsp. yukonensis (Hultén) Hultén Argentina anserina var. concolor (Ser.) Rydb. Potentilla anserina var. vulgaris HaynePotentilla anserina var. yukonensis (Hultén) B.Boivin
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Vex í sendnum jarðvegi einkum nærri sjó eða meðfram ám. Finnst einnig í graslendi, engjum, högum, vegköntum, hlaðvörpum og óræktarlandi. Algeng á láglendi en fátíðari eða sjaldséð upp til heiða og dala. (Finnst upp 2400 m hæð erlendis).
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.05-0.15 m
Vaxtarlag
Stönglar langir, jarðlægir, renglulegir og oft rauðleitir. Þeir skjóta rótum með nokkru millibili og á þeim stöðum koma upp nýjar blaðhvirfingar. Geta renglur orðið mjög langar eða allt að 90 sm á lengd. Blómstönglar 5-15 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin stilkstutt, stakfjöðruð með 5-12 pörum smáblaða. Smáblöðin öfugegglaga eða lensulaga, gróftennt, þétt-silfurhærð á neðra borði, stundum einnig silfurhærð á efra borði en þá í mun minna mæli. Fremstu smáblöðin stærst en minnka eftir því sem nær dregur blaðstilk,Blómin fimmdeild, gul, stakstæð á uppsveigðum, mjúkhærðum, löngum, leggjum. Krónublöðin öfugegglaga u.þ.b. helmingi lengri en bikarinn, 2-2,5 sm í þvermál. Bikarinn grænn, tvöfaldur. Fimm mjóir utanbikarflipar á milli bikarblaðanna, yfirleitt jafnlangir eða heldur lengri en bikarblöðin. Margir fræflar og margar frævur. LÍK/LÍKAR: Engar. Blómgast í júní.Í eldri flórum og mörgum öðrum heimildum sem Potentilla anserina L. - Sp. pl. 1: 495. 1753
Heimildir
1,2,3,9, HKr
Reynsla
?Gömul og víðkunn lækningaplanta, og voru allir hlutar hennar notaðir, rætur, stönglar, blöð og fræ. Gæta verður þess að geyma þurrkuð blöð á þurrum stað, því að annars draga þau til sín raka loftsins og skemmast. Jurtin þótti barkandi, svitadrífandi, uppleysandi og styrkjandi og brúkaðist því við niðurgangi, blóðlátum og gikt. Duft at rótum og blöðum var selt í hylkjum í Þýskalandi á heimsstyrjaldarárunum síðari sem lyf við sárum tíðaverkjum. Hefur og slakandi áhrif á vöðva líkamans. Rætur, seyddar í vatni og mjólk eða malaðar, voru hafðar til manneldis. Í gamalli lækningabók segir, að við slæmsku í maga sé ráð að baða sitjandann í seyði af urtinni eða troða henni í skóinn sinn. Silfurmura er annað nafn á tegundinni.? (Ág. H.)
Útbreiðsla
Algeng einkum með ströndum fram, sjaldgæf á miðhálendinu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: