Arabis alpina

Ættkvísl
Arabis
Nafn
alpina
Íslenskt nafn
Skriðnablóm
Ætt
Brassicaceae (Krossblómaætt)
Samheiti
Arabis crispata Willd.Arabis alpina subsp. alpina
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex innan um grjót í gilskorningum, klettum og gljúfrum, einkum þar sem þar sem vætlur eru en finnst einnig í rökum mosa við ár og læki.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.08-0.3 m
Vaxtarlag
Stönglar uppréttir eða uppsveigðir, með útstæðum, gróftenntum blöðum, 8-30 sm á hæð. Stofnblöðin í hvirfingu við grunn.
Lýsing
Grunnblöðin loðin, gróftennt, oddbaugótt eða öfuglensu¬laga, 1,5-5 sm á lengd, 5-15 mm breið. Stöngulblöðin egglaga.Blómin hvít, fjórdeild í toppstæðum klasa. Krónu¬blöðin 7-10 mm á lengd, snubbótt. Krónublöðin rúmum helmingi lengri en bikarblöðin. Bikarblöðin um 3 mm á lengd, hærð ofan til og gulleit á litinn. Fræflar 6 og ein löng og mjó fræva. Skálparnir eru langir og flatir, meir en þrisvar sinnum lengri en breiddin, oftast 2-4 sm á lengd, en innan við 2 mm á breidd. Fræ með greinilegum himnufaldi. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Melablóm & fjörukál. Skriðnablóm auðþekkt frá melablómi á stærri blómum og mun stærri og grófloðnari blöðum. Skriðnablóm þekkist frá fjörukáli á loðnum blöðum og beinum, jafngrönnum skálpum án þverskoru.
Heimildir
1,2,3,9
Útbreiðsla
Mjög algengt um land allt.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norðurhvel, Evrópa, Temp. Asía, Afríka, N Ameríka