Arabidopsis petraea

Ættkvísl
Arabidopsis
Nafn
petraea
Íslenskt nafn
Melablóm, melskriðnablóm
Ætt
Brassicaceae (Krossblómaætt)
Samheiti
Cardaminopsis petraea (L.) Hiitonen
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex á melum, söndum og í klettum, skriðum, og hraunum.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.05-0.12 m
Vaxtarlag
Margir, blöðóttir, uppréttir stönglar á sömu rót. Stönglar sívalir, venjulega ógreindir, uppréttir, uppsveigðir eða útafliggjandi, 5-12 sm á lengd.
Lýsing
Flest laufblöð í þéttum stofnhvirfingum. Blöðin eru mjög breytileg. Þau eru stilkuð, spaðalaga, öfuglensulaga, eða öfugegglaga, yfirleitt gróftennt, fjaðursepótt eða fjaðurskipt en stundum heilrend. Blöðkur 0,5-1 sm á lengd, oft hærðar ásamt blaðstilknum. Stönglar með fáum heilrendum blöðum, lensulaga eða oddbaugóttum.Blómin fjórdeild, hvít, allmörg saman í stuttum klasa efst á stöngulendunum. Krónublöðin stundum með ljósfjólubláum blæ, 5-8 mm á lengd, snubbótt. Bikarblöðin græn eða bleikleit, oft rauðleit til enda, himnurend með glærum himnufaldi, sporbaugótt og um 3 mm á lengd. Fræflar sex og ein fræva. Skálparnir 1 ,5-2 sm á lengd, 1-2 mm á breidd. Blómgast í maí. LÍK/LÍKAR: Vorblóm. Melablómið er með stórgerðari blóm, lengri og mjórri skálpa.
Heimildir
1,2,3,9; ATH - nafn skráð sem synonym í IOPI Edenborgar listanumRétta latneska heitið er talið í okt. 2015:Arabidopsis lyrata (L.) OKane & Al-Shehbaz subsp. petraea (L.) OKane & Al-Shehbaz
Útbreiðsla
Mjög algengt um land allt. Ein algengasta tegund landsins og vex frá láglendi og upp á öræfi landsins.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Evrópa, temp. Asía og víðar