Anthriscus sylvestris

Ættkvísl
Anthriscus
Nafn
sylvestris
Íslenskt nafn
Skógarkerfill
Ætt
Apiaceae (Sveipjurtaætt)
Samheiti
Cerefolium sylvestre BesserChaerefolium sylvestre (L.) Thell.
Lífsform
Tvíær
Kjörlendi
Vex sem slæðingur við bæi, helst í frjóu, röskuðu landi og berst einnig af og til í garða. Allvíða um landið og mjög óæskilegur í görðum þar sem ertitt er að uppræta hann.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.3-1.2 m
Vaxtarlag
Ágeng sveipjurt sem var líklega flutt til Íslands sem skrautplanta upp úr 1920. Hann er hávaxinn og öflugur í samkeppni við þær tegundir sem fyrir eru og getur eytt þeim gróðri sem fyrir var. Hann er tvíær í eðli sínu en heldur sér gjarnan við sem fjölær væri með afleggjurum (léttskriðull) Stilkar og stönglar gáraðir, lítt eða ekki loðnir. Stönglar uppréttir stinnir og holir að innan, 30-120 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin langstilkuð, gljáandi, tví- til þríhálffjöðruð, nær hárlaus nema á jöðrum og neðra borði. Blómin hvít með nokkuð gulgrænleitum blæ, 2-7 mm í þvermál í samsettum sveipum. Yfirleitt 8-16 blóm í hverjum smásveip og smásveipirnir mynda síðan stórsveipina. Krónublöðin áberandi misstór, öfughjartalaga eða öfugegglaga. Bikarblöð vantar. Fræflar oftast fimm en stundum vantar suma eða alla. Ein tvíkleyf fræva með stuttum stílum. Aldinið móleitt, gljáandi, 5-8 mm á lengd, kantað eða nær sívalt en alveg án rifja. Smáreifablöð randhærð, fjólubláleit eða grænleit. Stórreifar engar. Blómgast í júní. LÍK/LÍKAR: Spánarkerfill. Skógarkerfill auðþekktur á nær hárlausum blöðum og fremur litlum og sléttum aldinum, auk þess sem hann er ekki með anísbragði eins og spánarkerfillinn.
Heimildir
1,2,3,9
Útbreiðsla
Erlendur slæðingur en hefur ílenst víða og breiðist ört út.Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Evrópa, Asía, N Ameríka (ílend), Afríka og eflaust fleiri