Imperatoria angelica (Roth) Borkh. ex P. Gaertn. B. Mey. & Scherb.
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex í giljum, í skóglendi og í kjarri, á bökkum með ám og lækjum og í gróðursælum brekkum og bollum.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.25-1.3 m
Vaxtarlag
Jurt, lík ætihvönn, 25-130 sm á hæð. Stönglar uppréttir, sívalir, rákóttir og greindir ofan til. Efsti hluti stöngla og sveipleggir dúnhærðir. Plantan að öðru leyti hárlaus.
Lýsing
Blöðin stór, stakfjöðruð með 2-3 smáblaðpörum, blaðstilkar djúpt grópaðir að ofanverðu, smáblöðin smásagtennt, egglaga, skakkegglaga eða oddbaugótt, blaðslíðrin dumbrauð.Blómin fimmdeild, hvít eða rauðleit, aldrei græn, hvert 3-5 mm í þvermál, mörg saman i smásveipum sem aftur skipa sér fjölmargir saman í stórsveipi sem eru 10-15 sm í þvermál. Krónublöðin oddbaugótt eða lensulaga. Bikarinn er ógreinilegur. Sveipleggirnir gáraðir og dúnhærðir. Fræflar 5. Frævan tvískipt, með tveim stílum sem verða að tvíkleyfu aldini. Stórreifablöðin fá og skammæ, smáreifar með smáum striklaga-sýllaga, niðursveigðum blöðum. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Ætihvönn. Geithvönn auðþekkt á flatari blómsveipum, djúpt grópuðum blaðstilkum og blöðin eru fíntenntari og bláleitari.
Heimildir
1,2,3,9
Reynsla
“Er oft ruglað saman við ætihvönn enda eru áhrif þeirra svipuð. Þó kann að vera, að hún sé ekki jafngóð til lækninga og átu og sé því kennd við geitur í niðrandi merkingu. Oft er tegundin nefnd geitla, og snókahvönn er gamalt heiti, sem varla þekkist lengur”. (Ág. H. Bj.)
Útbreiðsla
Er allvíða í öllum landshlutum hérlendis, en er algengust á Suðausturlandi.Önnur náttúrleg heimkynni m.a.: Evrópa, V Asía, Síbería, N Ameríka.