Vex í súrum mýrum með svarðmosaþúfum, svipuðu landi og mýraberjalyng.
Blómalitur
hvítur-bleikur
Blómgunartími
Júní
Hæð
0.15-0.25m
Vaxtarlag
Lágvaxinn, jarðlægur, sígrænn smárunni með uppsveigðar greinar.
Lýsing
Blöðin sígræn, skarpydd, þykk og skinnkennd, mjó, lensulaga, með niðurorpnar blaðrendur, dökkgræn á efra borði en ljósgrá og hvítloðin á neðra borði. Blómin drúpandi, hvít með bleiku ívafi, klukkulaga, legglöng og nokkur saman á stöngulendum fyrraárssprota.
Heimildir
9, HKr.
Útbreiðsla
Ljósalyngið hefur vaxið lengi á Íslandi, en fannst þó ekki fyrr en á síðari hluta 20. aldarinnar. Afar sjaldgæf tegund sem finnst aðeins á nokkrum stöðum í Brúnavík við Borgarfjörð, eystri og á einum stað í Borgarfirði, og á einum stað utarlega á Fljótsdalshéraði.Önnur náttúruleg heimkynni: Norðurhvel jarðar