Kýs sólríkan vaxtarstað og vex best í léttum, vel framræstum jarðvegi.
Blómalitur
Hvítleit-brúnhvít
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.4-0.6 m
Vaxtarlag
Fjölær tegund sem getur orðið allt að 60 sm á hæð. Stilkar uppréttir.
Lýsing
Blöðin með laukbragði, grasleit, kúpt og jafnvel aðeins rennulaga með löng blaðslíður sem þó visna og hverfa með tímanum. Blómin hvítleit, frekar fá í sveiplíkri skipan á löngum blómstilkum. Sveipurinn umlukinn tveim allbreiðum hulsturblöðum á þroskastiginu. Leggstuttir eða legglausir æxlilaukar myndast síðan á milli blómanna síðsumars. Blómgst í júlí-ágúst.
Heimildir
9, HKr.
Útbreiðsla
Var fluttur til landsins fyrir alllöngu síðan (hugsanlega sem lækningaplanta) og vex aðeins á fáum stöðum í túnum og við bæi. Villilaukurinn er alfriðaður samkvæmt náttúruverndarlögum.Önnur náttúruleg heimkynni: Evrópa austur til Kákasus, N Ameríka, Asía