Alchemilla wichurae

Ættkvísl
Alchemilla
Nafn
wichurae
Íslenskt nafn
Silfurmaríustakkur
Ætt
Rosaceae (Rósaætt)
Samheiti
Alchemilla vulgaris subsp. wichurae (Buser) Gams; Alchemilla connivens var. wichurae Buser;
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex einkum í klettum eða brekkum móti sól.
Blómalitur
Gulgrænn
Blómgunartími
Júní
Hæð
0.1-0.2 m
Vaxtarlag
Smærri og hitakærari en hinar tegundirnar.
Lýsing
Blöðin 9-11 sepótt, nær kringlótt, separ hálfkringlóttir, skerðingar 1/8 af þvermáli blöðkunnar, blaðsepar ávalir í enda með vafflaga skoru á milli.. Blaðka hárlaus á efra borði, blaðstrengir aðhærðir og strengir á neðra borði blöðkunnar. Stönglar eru venjulega aðeins hærðir neðan til. Blaðstilkar og blómstönglar grannir, aðhærðir, oft nokkuð rauðleitir.Fremur gisnar blómskipanir. Bikarinn hárlaus. Blómgast í júní.Lík/líkar: Hann er allur mun fíngerðari en hnoðamaríustakkur sem einnig hefur aðlæg hár á blaðstilkum.
Heimildir
1,2,9
Útbreiðsla
Vex allvíða, einkum á hlýrri svæðum landsins og aðeins á láglendi. Algengastur sunnan- og vestanlands.Önnur náttúruleg heimkynni: M.a. Evrópa og N Ameríka.