Alchemilla glabra

Ættkvísl
Alchemilla
Nafn
glabra
Íslenskt nafn
Brekkumaríustakkur
Ætt
Rosaceae (Rósaætt)
Samheiti
Alchemilla alpestris auct., Alchemilla alpestris Juz., Alchemilla libericola S.E.Fröhner, Alchemilla suecica S.E.Fröhner, Alchemilla vulgaris subsp. glabra (Neygenf.) O.Bolòs & Vigo
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Vex á örfáum stöðum hérlendis, helst í frjósömum, meðalrökum jarðvegi þar sem góð framræsla er til staðar. Þolir hálfskugga.
Blómalitur
Gulgrænn
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.3-0.6m
Vaxtarlag
Hann er stórvaxinn og vex einkum í þéttum og áberandi breiðum, oft inni í þéttbýli. Blómskipunin nær áberandi hátt yfir blaðbreiðurnar.
Lýsing
Aðeins 1-2 neðstu blaðstilkarnir eru aðhærðir við stöngulmót (ekki með útstæð hár). Efri hluti stöngla hárlausir. Laufin hárlaus beggja vegna fyrir utan nema á æðum nálægt jaðri á neðra borði. Blaðkan gróf, áberandi gapandi eða opin við stilkinn, nánast hárlaus að ofan, en oftast með aðlæg hár, yst á blaðstrengjum neðra borðs.Blómskipan fremur gisin á löngum stilkum og stendur langt upp úr blaðbreiðunni. Blómin græn-gulgræn, mörg saman í fremur gisnum blómskipunum úr blaðöxlum
Heimildir
9, HKr.
Útbreiðsla
Hann er fremur sjaldgæfur hérlendis. Hefur fundist hér og þar t.d. við Grafarvog og upp með Grafarlæk.Önnur náttúruleg heimkynni: Evrópa, tempraði hluti Asíu.