Vex á örfáum stöðum hérlendis, helst í frjósömum, meðalrökum jarðvegi þar sem góð framræsla er til staðar. Þolir hálfskugga.
Blómalitur
Gulgrænn
Blómgunartími
Júlí-ág.
Hæð
0.3-0.6m
Vaxtarlag
Hann er stórvaxinn og vex einkum í þéttum og áberandi breiðum, oft inni í þéttbýli. Blómskipunin nær áberandi hátt yfir blaðbreiðurnar.
Lýsing
Aðeins 1-2 neðstu blaðstilkarnir eru aðhærðir við stöngulmót (ekki með útstæð hár). Efri hluti stöngla hárlausir. Laufin hárlaus beggja vegna fyrir utan nema á æðum nálægt jaðri á neðra borði. Blaðkan gróf, áberandi gapandi eða opin við stilkinn, nánast hárlaus að ofan, en oftast með aðlæg hár, yst á blaðstrengjum neðra borðs.Blómskipan fremur gisin á löngum stilkum og stendur langt upp úr blaðbreiðunni. Blómin græn-gulgræn, mörg saman í fremur gisnum blómskipunum úr blaðöxlum
Heimildir
9, HKr.
Útbreiðsla
Hann er fremur sjaldgæfur hérlendis. Hefur fundist hér og þar t.d. við Grafarvog og upp með Grafarlæk.Önnur náttúruleg heimkynni: Evrópa, tempraði hluti Asíu.