Vex á margskonar þurrlendi, í lautum, grasbollum hvömmum, kjarrlendi og í túnum.
Blómalitur
Punturinn rauðbrúnn, bláleitur eða dökkfjólublár
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.20 - 0.70 m
Vaxtarlag
Jarðstöngullinn stuttur og með stuttum renglum, en mörgum fremur gisstæðum blaðsprotum. Stráin uppsveigð eða alveg upprétt, grönn en stinn, hárlaus og blöðótt langt upp eftir. 20-80 sm á hæð.
Lýsing
Blöðin snörp á efra borði, öll blöðin flöt, 2-4 mm á breidd. Stráin blöðótt langt upp eftir stönglinum. Slíðurhimnan örstutt, þverstífð, 0,5-1 mm á lengd, þær efstu stundum lengri. Punturinn gisinn, fíngerður, rauðbrúnn, bláleitur eða dökkfjólublár, sjaldan ljós, með mjúkum og skástæðum greinum, 8-16 sm á lengd. Öll smáöxin einblóma. Axagnirnar fjólubláleitar eða rauðbrúnar, ein- eða þrítauga, hvelfdar eða með snörpum kili, 3-3,5 mm á lengd. Blómagnir hvítar og mun styttri. Neðri blómögnin tvöfalt lengri en sú efri, týtulaus eða með stuttri baktýtu. Blómgast í júlí.LÍK/LÍKAR: Annað língresi. Hálíngresið hefur stærri punt, en eitt öruggasta einkennið er hin örstutta slíðurhimna.
Algeng um land allt, utan þurrustu hluta norðan Vatnajökuls, og þá helst í hlíðabollum og skóglendi.Önnur náttúruleg heimkynni: Kína, Afghanistan, V Rússland, N Afríka, SV Asía, (Kákasus, Tyrkland) og einnig ílend í N Ameríku og öðrum löngum í tempraða beltinu.