Aegopodium podagraria

Ættkvísl
Aegopodium
Nafn
podagraria
Íslenskt nafn
Geitakál
Ætt
Apiaceae (Sveipjurtaætt)
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Oft á skuggsælum stöðum, en alltaf þar sem jarðvegur er frjór.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júli/ág.-sept.
Vaxtarlag
Fjölæringur að 100 sm. Skriðulir jarðstönglar, allt að 9 mm á þykkt. Stöngar holir, ógreindir eða aðeins greindir ofan til, 3.5?5.5 mm þykkir við grunninn og stundum rauðfjólubláir.
Lýsing
Laufin 2?4 við grunn og 3?7 á stönglinum, innsta grunnblaðið yfirleitt stærst. Slíðrin víð, stundum rauðfjólublá, rúnnuð til enda. Blaðstilark 7?30 sm og stundum lengri. Blöðin ójafnt (1-)2 fjöðruð, 7?21 x 8?25 sm.Sveipir flatir eða aðeins rúnnaðir, 3?4.5 sm á hæðina og 8?12 sm á breidd. Blómin bleik en stundum aðeins bleik. Aldin egglaga að að lögun, aðeins útflött við grunn. 2n=42 Lík/líkar: Engar
Heimildir
9, 2
Fjölgun
Með fræi og skiftingu.
Útbreiðsla
Slæðingur. Talið upphaflega innflutt af norskum hvalveiðimönnum að Asknesi við Mjóafjörð. Var tekið í garða víðs vegar um Austfirði og er löngu orðið ílent. Vex nú sem slæðingur á nokkrum öðrum stöðum í nágrenni þéttbýlis (H.Kr.)Utan Íslands: N Evrópa til S Frakklands og Ítaalíu; V Kákasus, V Síbería og ílendi í Bretlandi og N Ameríku.