Smá sneið um rúgbrauð

Rúgur (Secale cereale)
Rúgur (Secale cereale)

Lystigarðurinn óskar bændum öllum til hamingju með bóndadaginn og upphaf Þorrans. Þó Þorramatur sé að mestu byggður á kjöti munu margir borða hann ofan á rúgbrauð. Rúgbrauð og flatkökur eru bökuð úr rúgmjöli en rúgur (Secale cereale) er hávaxið korn sem er upphaflega frá Levant svæðinu.

Talið er að rúgur hafi upphaflega orðið að korntegund vegna Vavilovian-hermingar, sem er fyrirbæri þar sem illgresi í ökrum þróast til að líkjast kornplöntunum sem það vex hjá. Villtur rúgur (Secale sylvestre) er fjölær planta en ræktaður rúgur er einær planta sem vex hratt og getur orðið 120 cm hár fyrir lok sumars. Rúgur, ólíkt hveiti og byggi, þolir frost og þrífst vel í skandinavíu.

Fyrir utan brauð er rúgur notaður til að búa til drykki (rúgviskí, kvass), lyf og í sveppaframleiðslu. Hefð er að rúgur sé notaður í „falu rödfärg“ málningu sem sést á bæjum víða um Svíþjóð. Rúgur hefur minna glúten en hveiti og er trefjaríkara. Landbúnaðarháskólinn greinir frá því að rúgur vaxi vel á Íslandi og sé nytsamleg fóðurjurt.

Rúgbrauð var fyrst nefnt á Íslandi á 18. öld og var helsta kornvaran ásamt byggi og höfrum á 19. öld. Hér er uppskrift að rúgbrauði úr bók Elínar Briem Eggertsdóttur (Kvennafræðarinn 1891):

 

Heimildir:
Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvenær var byrjað að baka rúgbrauð á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2021.
LBHÍ: Fóðurjurtir í íslensku ræktunarlandi - Rúgur.
https://www.indefenseofplants.com/blog/2016/2/2/the-accidental-grain-how-rye-evolved-its-way-into-our-diet