Hlutar Lystigarðsins eru áfram lokaðir almenningi

Stór tré hafa fallið í vindinum
Stór tré hafa fallið í vindinum

Vegna slæms veðurs að undanförnu verða hlutar Lystigarðsins áfram lokaðir um helgina.

Við ráðleggjum ykkur að sýna aðgát þegar þið eruð í garðinum, og forðast að vera í kringum stærri trén.

Aðalstígurinn og LYST verða áfram opin.

Á mánudaginn verður metið hvaða svæði garðsins eru örugg. Mörg trjánna í garðinum eru á þeim aldri að stórar greinar eru líklegar til að brotna í miklum vindi eða tréð gæti jafnvel rifnað upp með rótum og ekki er alltaf augljóst hvaða tré eða hlutar eru í hættu.

Við þökkum skilninginn.

Starfsfólk Lystigarðsins