Lauffellandi tré allt að 30 sm hátt eða hærra í heimkynnum sínum. Krónan keilulaga eða hvelfd, ársprotar rauðir, hárlausir.
Lýsing
Laufin 8-14 sm, egglaga, bogadregin eða dálítið hjartalaga við grunninn, stöku sinnum skakk-egglaga, oddur snögglega odddreginn, sagtennt með hvassar, mjóar tennur, hárlaus og glansandi ofan, ljósari neðan með grænhvíta eða móleita hæringu í æðakrikunum. Laufleggir 10 sm langir. Blómskúfar hangandi, 3- eða 6-blóma, stoðblöð hárlaus, allt að 10 sm, blómin fölgul. Blómin eru tvíkynja og eru frævuð af skordýrum. Aldin öfug-eggvala, hárlaus, rifin S-laga.Oft ruglað saman við Tilia dasystyla.
Uppruni
Kákasus, Krím, N Anatólía.
Harka
Z5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð, sem stakstæð tré.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2007, lofar góðu.