Syringa × nanceiana

Ættkvísl
Syringa
Nafn
× nanceiana
Ætt
Smjörviðarætt (Oleaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur, lillableikur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 3 m
Vaxtarlag
Uppréttur runni.
Lýsing
Lauffellandi runni allt að 3 m hár. Laufin eins og hjá kóngasýrenu (S. henryi), nema heldur minni. Blómskipunin og lögun blómanna eins og hjá draumsýrenu (S sweginzowii).
Uppruni
Garðablendingur (S. henryi Schneid. × S. sweginzowii Koehne & Lingl.).
Heimildir
1,7
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar, sem stakstæður runni.
Reynsla
Engin reynsla, hefur verið sáð í Lystigarðinum (2010).
Yrki og undirteg.
Nokkrum yrkjum hefur verið lýst, svo sem:Floreal sumargrænn, gisinn runni með bogsveigðar greinar. Blómin ljósgráfjólublá, ilma. Þetta er einkennisgerð blendingsins.Rutilant (Lemoine 1931)Blóm í klösum, allt að 25×22 sm, knúbbar og blóm alpafjólu-purpuralit. Fleiri yrki eru á netinu.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Kom fram fyrir 1925 fyrst hjá Lemoine í Nancy. Nafnið nanceiana er dregið af borgarheitinu Nancy.