Lauf öfugegglaga-lensulaga, hvasstennt og tvísagtennt, verða bláleit og næstum hárlaus á neðra borði. Blómin rósbleik, fremur stór, í marggreindum, breið-pýramídalaga, dúnhærðum skúf. Fræflarnir næstum tvisvar sinnum lengri en krónublöðin.
Uppruni
Garðablendingur (S. japonica (L.) Desv. × S. salicifolia L.).
Heimildir
= 21
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Sem stakstæður runni, í blönduð runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta, og tvær plöntur sem sáð var til 1993, vaxa vel og blómstra mikið ef plantan er á sólríkum stað.