Líkist sveipkvist (S. crenata) nema greinarnar eru sívalar, brúnleitar og næstum hárlaus. Laufin eru 2,5-5 sm, aflöng, smátennt í oddinn eða heilrend, fjaðurstrengjótt til þrístrengjótt, næstum hárlausir. Blómskipunin næstum hárlaus, margblóma og krónublöð eru styttri en fræflarnir.
Uppruni
V Úkraína.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til tvær plöntur, sem sáð var til 1994, kala lítið og blómstra mikið.