Seljureynir (S. aria) × reynir (S. aucuparia) líka nefnd S. x hybrida. Stór lauffellandi runni eða lítið tré, allt að 6-9(12) m hátt, upprétt með þétta krónu, hvelfd til egglaga. Börkur grár. Ársprotar sverir, ólífugrænir til brúngrænir. Brum með hvítt hár.
Lýsing
Laufin egglaga með 4 flipa, með færri flipa ofar á greinunum, 7-15 sm, leðurkennd, dökkgræn ofan með gráa lóhæringu á neðra borði. Blómin hvít í hálfsveipum um það bil 10 sm í þvermál. Blómleggir hærðir. Aldin misstór, rauð og gljáandi, egglaga til kúlulaga, 1-1,4 sm.