Sorbus x thuringiaca

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
x thuringiaca
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
Allt að 6-9 m
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Seljureynir (S. aria) × reynir (S. aucuparia) líka nefnd S. x hybrida. Stór lauffellandi runni eða lítið tré, allt að 6-9(12) m hátt, upprétt með þétta krónu, hvelfd til egglaga. Börkur grár. Ársprotar sverir, ólífugrænir til brúngrænir. Brum með hvítt hár.
Lýsing
Laufin egglaga með 4 flipa, með færri flipa ofar á greinunum, 7-15 sm, leðurkennd, dökkgræn ofan með gráa lóhæringu á neðra borði. Blómin hvít í hálfsveipum um það bil 10 sm í þvermál. Blómleggir hærðir. Aldin misstór, rauð og gljáandi, egglaga til kúlulaga, 1-1,4 sm.
Uppruni
Evrópa.
Heimildir
4, woodyplants.cals.cornell.edu/plan/329, davesgarden.com/guides/pf/go/82540/#b, www.barchampro.com.uk/trees-for sale/buy-bastard-service-tree-sorbus-x-turingiaca, www.vdberk.co.uk/tree/sorbus-thuringiaca
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í blönduð trjá- og runnabeð. Þolir loftmengun, þolir illa næðinga.
Reynsla
Sorbus x thuringiaca LA 20010901 í M2-E01, gróðursett 2007, kom sem nr. 209 frá Trondheim HBU Ringve 2000. Reynsla stutt og greining ekki staðfest.