Scrophularia macrantha

Ættkvísl
Scrophularia
Nafn
macrantha
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Rauður.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
-120 sm
Vaxtarhraði
Vex hratt.
Vaxtarlag
Hávaxin, fjölær jurt, stönglar uppréttir.
Lýsing
Laufin þunn, dökkgræn, breið-lensulaga til egglaga, sagtennt. Laufin gagnstæð eða í krönsum. Blómskipunin skúfur með uppréttum greinum. Blómin pípulaga eru mjög smá en áberandi saman í þyrpingum. Hvert blóm skærrautt með litla hvíta vör.
Uppruni
SV Bandaríkin.
Heimildir
http://www.learn2grow.com/plants/scrophularia-macrantha/
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð. Þarf uppbindingu.
Reynsla
Meðalharðgerð jurt, hefur verið í Lystigarðinum.