Náttúrulegur blendingur milli klettafrúar (S. cotyledon 'Pyramidalis')og bergsteinbrjóts (S. paniculata), se er að finna í Pýreneafjöllum og Mið-Alpafjöllum. Plantan er líkari klettafrúnni.
Lýsing
Laufin eru stór og ólarlaga, 4-6 sm löng og breikka í oddinn. Blómstönglar eru um 30 sm háir, greinóttir næstum frá grunni með mörg hvít blóm með rauðar doppur. Krónublöðin 7 mm löng.