Salix sphaenophylla

Ættkvísl
Salix
Nafn
sphaenophylla
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Samheiti
Salix cuneata Turcz. not Nutt, S. arctica v. cuneata (Turcx.) Anderss., S. cuneatifolia Flod. in herb.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 10 sm
Vaxtarlag
Jarðlægur runni. Ársprotar hárlausir.
Lýsing
Laufin með langan legg, öfugegglaga, snubbótt eða stuttydd, heilrend eða með dálítið sagtennta jaðra, mattgræn ofan, bláleit á neðra borði, ögn dúnhærð þegar þau eru ung, en verða hárlaus með aldrinum, með áberandi æðastrengi einkum á neðra borði. Reklar uppréttir, 3-4 sm langir á dúnhærður á laufóttum blómskipunarlegg. Stoðblöð oddbaugótt, brún, með löng hár. Fræhýði egglaga-keilulaga, brún eða purpuralit, hárlaus, stíll 0,6-1,5 mm langur.
Uppruni
Alaska, austurströnd Baikalvatns.
Heimildir
= 23
Fjölgun
Sáning, sumar- og vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.