Villirós. Runninn verður allt að 300 sm hár. Stilkar með bogna, flata þyrna, ungar greina þornhærðar. Blómleggir með þyrna.
Lýsing
Smáblöð 5-7, breiðoddbaugótt, 1-3 sm löng, einsagtennt (ekki kirtilhærð), mattgræn ofan, með aðlæg hár og dúnhærð og oft kirtilhærð neðan. Blómin í klasa, með háblöð, dökkbleik 4 sm breið og með daufan ilm. Bikarblöð hærð á ytra borði. Leggir sömuleiðis eða hárlausir. Nýpur smáar, hnöttóttar, með greinilegan háls, 1-1,5 sm breiðar. Einblómstrandi.
Uppruni
Vestur-Bandaríkin suður til Mexikó.
Sjúkdómar
Viðkvæm fyrir hunagnssvepp.
Harka
Z5
Heimildir
1, Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Rosa+californica
Rosa californica Plena var sáð 1999 og gróðursett í beð 2004, vex nokkuð en engin blóm 2008 og 2009.
Yrki og undirteg.
Rosa californica Plena er fíngerður runni, sem verður allt að 200 sm hár, greinarnar bogsveigðar. Blómin eru lausfyllt, hlýbleik til skærrauð, ilmandi.