Runninn er uppréttur, þyrnóttur, 1-1,2 m hár og álíka breiður, laufmikill, laufin eru glansandi og dökkgræn.
Lýsing
Foreldri: fræ/kvk: R. kordesii x Seedlings, frjó: 'Red Dawn' x 'Suzanne'.Rosa 'Champlain' er kanadísk rós og ein af svo nefndum explorer rósum. Þessi rósarunni er mjög vinsæll vegna þess að hann minnir á klasarósir (Floribunda). Runninn er með hálffyllt, meðalstór, djúprauð blóm með flauelsáferð og blómstrar í sífellu allt sumarið fram á haust. Krónublöðin eru 35 talsins. Í raun eru oddar krónublaðanna dökk rauðir, en miðja þeirra og grunnur millirauður.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Hefur mikið mótsöðuafl gegn sveppasýkingum s.s. svartroti og mjölsvepp og blaðlús geðjast illa að honum.
Rosa 'Champlain' var keypt í Lystigarðinn 2008 og gróðursett í beð það ár, blómstraði 3-4 blómum 2008.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:'Champlain' er nafn Samuels Champlains, sem stofnaði borgina Quebec 1608. Rósin er ein af svonefndum explorer rósum sem var kynbætt í Ottawa. 'Explorer' rósir standa fyrir því að plantan þoli kulda og næðinga.