Lágvaxinn, lotublómstrandi runni, þekjurós, 40-60 sm há (50-100 sm) samkvæmt sumum heimildum), vöxtur útbreiddur, runninn getur orðið 120-150 sm breiður. Stilkar eru mjög þyrnóttir.
Lýsing
Dökkgrænt, glansandi lauf. Blómin einföld, 4-7 sm breið, ilmandi, skarlatsrauð, rauð-dökkrauð með gult auga. Blómin eru í stórum klösum.