Runninn er uppréttur, getur orðið 140 m hár eða hærri (150-300 sm) og um 100 sm breiður.
Lýsing
Foreldrar: Floribunda Yellow Cushion × Aloha 'Abraham Darby' er ein fallegasta David Austin rósin með aprikósulit blóm. Hún kom fram við víxluna tveggja nýrra rósa þ.e. klifurrósarinnar 'Aloha' og floribunda rósarinnar 'Yellow Cushion'. Þetta er 20. aldar ensk runnarós og ein af svonefndum David Austin rósum. Þyrnar eru stórir, leggir langir og bognir. Laufin eru glansandi græn og leðurkennd. Lotublómstrandi, rósin blómstra sífellt fram í frost.Krónublöðin bleikferskjulit en gul á neðra borði, 20-40(-60) talsins. Knúbbar hnöttóttir. Blómin fyllt-hálffyllt(-þéttfyllt), stök eða mörg saman, höfugur ávaxtailmur.
Það er hægt að rækta þessa rós sem klifurrós (300 sm), talin harðgerð. 'Abraham Darby' er sterkleg planta og yfirleitt laus við sjúkdóma. Hún getur vaxið hratt, allt að 150 sm og þess vegna er hægt að rækta hana sem klifurrós. Hún virðist vera harðgerð og duga a.m.k í zone 5a, en líklega þrífst hún líka í enn svalar loftslagi. Blómin eru stór, geta verið stök á stöngulendanum en eru oftar 3(-5) saman. Þau eru stundum breytileg að lit, alveg einlit og þá mjúkaprikósalit eða þau geta verið mjúkbleik með gult innraborð svo blómið sýnist aprikósulitt, dekkst í miðju blóminu. Líklega koma tveir litir frekar fram í svalar loftslagi en einlitu blómin á hlýrri stöðum. Ilmurinn er mjög mikill, dálítið ávaxtakenndur og blandaður gamaldags rósailm. Mjög þægilegur ilmur.Þarf sólríkan vaxtarstað og þolir ekki skugga. Þarf góðan jarðveg. Rósin er notuð stök, í beð eða nokkrar saman í þyrpingu. Hæfilegt að hafa tvær plöntur á m².Af ýmsum talin vera ein besta David Austin rósin.
Reynsla
Þrífst nokkuð vel í garði sunnan undir húsi á Akureyri og blómstrar á hverju ári í ágúst-september.