Þetta er klifrandi, stökkbreytt planta komin upp af fræi af venjulegu runnarósinni Iceberg, en hún er 20. aldar klifurrós og klasarós sem verður 150-200 sm há.
Lýsing
Blómin eru geislandi hvít, meðalstór, ilma mikið. Runninn er lotublómstrandi og blómstrar fram í frost.
Sólríkur vaxtarstaður, þolir ekki skugga. Þarf næringarríkan jarðveg. Ein planta á m², höfð stök, á klifurgrind eða á súlu.Hraust kilfurrós sem þrífst ekki í keri. Vex vel og er mjög kröftug í vextinum, næstum þyrnalaus.