William Lobb´er harðgerð mosarós og gallica rós. Runninn er uppréttur, 180(-240-300) sm hár og 120(-180) sm breiður, kröftugur, harðgerður og hraustur runni, einblómstrandi. Greinar bogsveigðar, stilkar þyrnóttir. Mikill mosagróður efst á blómleggjum og blómbotnum mött, milligræn lauf.
Lýsing
Blómknapparnir opnast og mynda ilmandi purpura-skærrauð blóm með lillableikan lit á ytra borði krónublaðanna. Blómin eru í klösum, bollalaga, fyllt, með 41-50 krónublöð, ilmandi, purpurarauð, rauðrófupurpura til gráfjólublá, gulir fræflar í miðju. Blómin standa lengi. Blómin verða ljósgráfjólublá-grápurpura með hvítt við grunninn.
William Lobb er best að rækta á grind, plantan er góð á þrífót, súlu eða laufskála eða þar sem runnanum er haldið uppi af öðru runnum. Yrkið þarf mikið vaxtarrými.
Reynsla
Kom sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað. Kelur alltaf og er alltaf skýlt í Reykjavík.