Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'John Cabot'
Höf.
(Dr. Felicitas Svedja 1978) Kanada .
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Lillalitur- rauðrófurauður.
Blómgunartími
Ágúst-septembr.
Hæð
- 180 (-250) sm
Vaxtarlag
Þetta er klifurrós, ein af svonefndum 'explorer' rósum, lotublómstrandi, kröftugur rósarunni, uppréttur og umfangsmikill, sem getur náð 300 sm hæð og 150 sm breiður.
Lýsing
Blómin eru rauð, fyllt og ilmandi. Hraust rós. Runninn er með miðlungi stór, bollalaga, fyllt, djúp lillalituð/rófurauð, ilmandi, langæ blóm í klösum sem beina athyglinni að þessari stóru klifurrós. Blómstrar allt sumarið og mest í byrjun blómgunar. Laufið er ljósgrænt.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ónæm fyrir svartroti, mjölsvepp, ryðsvepp.
Harka
Z3-4
Heimildir
http://www.backyardgardener.comhttp://www.highcountrygardens.comhttp://www.horticlick.comhttp://www.rose-gardening-made-easy.com, www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP,davesgarden.com/guides/pf/go/64694/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- og vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Yrkið John Cabot ætti að rækta þar sem það getur náð sinni fullu stærð, þekjið háar girðingar og háa, auða veggi með þessu kröftuga yrki. Stilkar eru afar kuldaþolnir.Mjög harðger rós sem þolri vetrarkulda vel. Mjög auðvelt að rækta og hægt að rækta við erfiðar aðstæður og þarf mjög litla umhirðu.Sólríkur vaxtarstaður sem þarf að vera rúmgóður svo plantan nái út sínum glæsilega vexti. Hægt að klippa og rækta sem runnarós.