Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Gudhem'
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa × alba L. 'Gudhems Rosen' .
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
Allt að 150 sm
Vaxtarlag
Fannst rétt eftir 1980 í Gudhem, Falköping, Västergötaland, Svíþjóð.Harðgerður runni sem verður 150(200-300) sm hár og um 120 sm breiður, er blómviljugur og blómstrar snemma.
Lýsing
Runninn minnir á R. Alba Semi-Plena með sín stóru, hvítu, einföldu blóm, sem ilma sætt og mikið. Ilmurinn minnir á epli og sítrónur. Hvert krónublað er sýlt og í laginu eins og hjarta. Myndar fjölda af nýpum.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
http://www.datascan.net, http://www.floralinnea.com, http://www.pom.info, butik.rosen-haven.dk/36/busk-slyng/RoOSA%20%27Gudhem%, www.svenskros.se/gamla/datab-gudhem
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- og vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Sem stakur runni, í runnabeð og víðar.
Reynsla
Rosa Gudhem var keypt í Lystigarðinn 2003 og plantað í beð 2004, vex vel , blómstraði mikið 2008.