Fannst rétt eftir 1980 í Gudhem, Falköping, Västergötaland, Svíþjóð.Harðgerður runni sem verður 150(200-300) sm hár og um 120 sm breiður, er blómviljugur og blómstrar snemma.
Lýsing
Runninn minnir á R. Alba Semi-Plena með sín stóru, hvítu, einföldu blóm, sem ilma sætt og mikið. Ilmurinn minnir á epli og sítrónur. Hvert krónublað er sýlt og í laginu eins og hjarta. Myndar fjölda af nýpum.