Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Loving Memory'
Höf.
(Kordes 1977) Þýskaland.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Burgund 81, Red Cedar, Korgund 81.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fagurrauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
30-120 sm
Vaxtarlag
Foreldrar: 'Henkell Royal' × einhver fræplanta. Tehybrid, stór og mikill, uppréttur runni, 30-150 sm hár og álíka breiður.
Lýsing
Þetta er tehybrid með falleg, fagurrauð blóm, ofkrýnd með háa miðju, mjög stór, 30 (40) krónublöð, ilma lítið eru upprétt og standa lengi. Knúbbarnir aflangir. Laufin eru dökk græn, glansa ekki. Runninn blómstrar mikið, er hraust og harðgerð og hefur mjög mikinn viðnámsþrótt gagnvart sjúkdómum.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ónæm fyrir svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp.
Heimildir
Ýmsar upplýsingar af alnetinu, http://www.canadaram.com, davesgarden.com/guides/pf/go/71148/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Rósin er góð til afskurðar. Ræktuð á sólríkum stað. Blómstrar um hásumarið og fram á haust.
Reynsla
Var til skamman tíma í Lystigarðinum.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Var ræktuð upp af Kordes í Þýskalandi 1977 og komið í sölu af W Kordes: KOR-Kordes (Sparriesshoop) 1981.Ath. Ekki sama og 'Burgundy Iceberg' sem er klasarós með djúp-purpurarauða blómklasa.