Foreldrar óþekktir.Þyrnirósarblendingur. Blómin smá, mjög þéttfyllt, djúpbleik/purpura og ilmandi, byrjar að blómstra seint á sumrin, á uppruna sinn í Síberíu.;
Mjög harðgerð rós, einkar harðgerð á köldustu vaxtarstöðunum.Dularfull rós sem Dr. Merkeley flutti til Kanada frá Rússland.
Reynsla
Kom sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað. Ágæt, en myndar mikið af rótarskotum í Reykjavík og það dregur mikið úr þrótti plöntunnar.