Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Velvet Cover'
Höf.
(Olesen 1997) Danmörk.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa Burlington, Rosa 'Red Fairy', Rosa Red Fairy, Rosa Velvet Cover, Rosa Velvet Hit.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Rauður-dökkrauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Dvergrós og þekjurós, runnin er lágvaxinn, allt að 50 sm hár og breiður, blómviljugur og lotublómstrandi, þekur jarðveginn vel. Greinarnar eru bogsveigðar.
Lýsing
Laufið er dökkgrænt. Krúppar litlir, blómin rauð-dökkrauð, þéttfyllt, 4-7 sm í þvermál með léttum ilm eða engum.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Hefur mikinn viðnámsþrótt gegn kvillum.
Heimildir
http://www.planterkennis.com, http://www.planteshop.dk, http://www.welt-der-rosen.de, http://www.winarbor-shop.de, www.helpefind.com/rose/l,php?l=2.34655.2
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Þrífst bæði á sólríkum vaxtarstað og í hálfskugga, þarf næringarríka garðmold.Talin harðgerð í Evrópu en er líklega á mörkunum að geta verið garðrós hér. Í beð, í kanta. Hægt að nota sem hengiplöntu, talin vera góð í ker.
Reynsla
Rosa Velvet Cover er ekki til í Lystigarðinum.